Ticket2Travel mælir með að merkja allan farangur vel.
Gæta skal þess að merkja farangurinn með nafni farþega, heimilisfangi á áfangastað, símanúmeri og netfangi.
Mikilvægt er að fjarlægja eldri merkingar af ferðatöskum til að koma í veg fyrir misskilning.
Merkja töskur líka að innan
Það er nauðsynlegt að bæta við merkingu inn í töskunni með nafni, netfangi og símanúmeri, ef ytri merkingar tapast.
Ferðaáætlun
Einnig er gott að prenta út ferðaáætlun og hafa líka í töskunni, þar sem kemur fram á hvaða gististöðum þú gistir ef um langt ferðalag er að ræða því þá hafa flugfélög möguleika að koma farangri þangað sem þú ert.
Við innritun
Þú færð kvittun fyrir innritaðan farangur passið vel uppá þá kvittun ef hún tapast getur það tekið langan tíma að endurheimta farangur sem skilar sér ekki á ákvörðunarstað.