Ferðaheimild til Bandaríkjanna

Breytingar á ferðum til Bandaríkjanna.
Breytingar á tilhögun ferðaheimilda fyrir ferðamenn frá löndum sem eru undanþegin vegabréfsáritun til Bandaríkjanna.
Frá og með 12. janúar 2009 verða ferðamenn–frá löndum sem eru undanþegin vegabréfsáritun til Bandaríkjanna (“Visa Waiver Program”)–að sækja um rafræna ferðaheimild á vef bandarískra innflytjendayfirvalda; sjá: Electronic System for Travel Authorization (ESTA)

Opinber síða Bandaríkjastjórnar
Öllum viðkomandi farþegum er gert skylt að sækja um þessa heimild á rafrænu formi. Það er stefna bandarískra yfirvalda að ESTA leysi I94W formið af hólmi að reynslutíma loknum, en viðkomandi farþegar verða áfram að notast einnig við I-94W eyðublaðið eins og nú er gert um borð. Mælst er til þess að farþegar hafi með sér prentaða ESTA-kvittun fyrir flug.
Það er á ábyrgð farþegans að sækja um ESTA skráningu fyrir brottför til Bandaríkjanna. Æskilegt er að sótt sé um ferðaheimildina á vefnum minnst 72 tímum fyrir brottför. Reynt verður að afgreiða umsóknir sem berast með minni fyrirvara, en ekki verður hægt að tryggja afgreiðslu nema með fyrrgreindum fyrirvara. Flestum umsóknum er svarað um hæl. Þegar leyfið er veitt gildir það í tvö ár, en þá þarf einvörðungu að uppfæra ferðaupplýsingar fyrir hverja tiltekna ferð, þ.e. brottfarastað, flugnúmer og heimilisfang í Bandaríkjunum.

Frekari upplýsingar er að finna á vef bandaríska sendiráðsins (www.usa.is) eða https://esta.cbp.dhs.gov

Scroll to Top