Endurgreiðslu reglur flugfélaga eru jafn mismundandi og þau eru mörg.
Nú í dag eru flestir flugmiðar sem seldir eru innan Evrópu ekki endurgreiðanlegur. Þó fær maður brot af flugvallarsköttum ef maður afpantar flug sama hver ástæðan er.
Ef flugfélag af lýsir flugi þá er oftast full endurgreiðsla en ef þú ert með miða báðar leiðir og bara önnur leiðin hjá flugfélagi er aflýst þá gilda aðrar reglur.
Flugmiðar eru byggðir upp á bókunar/verðflokkum, þannig að þegar keyptir eru flugmiðar báðar leiðir geta verið mismunandi verð/bókunar flokkar í flugmiðanum sem saman gerir heildarverð. Bókunar/verðflokkar í flugvélum geta verið allt frá 24 upp í 32 í hverri flugvél hvora leið. Þannig geta endurgreiðslur aldrei eða sjaldan verið 50/50 því flugfélögin styðjast aðeins við þann bókunar/verðflokk þegar flugmiðinn var keyptur.
Einnig eru ekki sömu flugvallarskattar á flugvöllum en þessir skattar eru með í endurgreiðslunni þannig að það getur líka haft áhrif á upphæðina sem er endurgreidd.
Ticket2Travel er aðeins milliliður flugfélags og viðskiptavinar þannig að við áfram sendum eingöngu þá upphæð sem við fáum frá viðkomandi flugfélagi og tilheyrir bókunarnúmeri viðskiptavina.
Endurgreiðslur endurgreiðast á það kort sem greitt var með. Ef viðskiptavinir okkar eru ósáttir við endurgreiðslu eru þeir vinsamlegast beðnir að hafa samband sjálfir við viðkomandi flugfélag.