Flugi Aflýst? hvað á ég að gera?

Flugfélagið hefur samband við alla farþega sem lenda í því að flugi þeirra sé aflýst og bjóða þeim annað flug, með samstarfs aðilum eða að fá fulla endurgreiðslu á flugmiðanum.

Ef flugfélagið hefur ekki samband þá hafðu samband við þann aðila / ferðaskrifstofu / bókunarsíðu þar sem þú pantaðir flugmiðann þinn. Sá aðili finnur ný flug og eða sér um fulla endurgreiðslu ef þú kýst að fara ekki

Ef flugfélagið hefur ekki samband við þig verður þú samt að mæta út á flugvöll eins og þú sért að fara þótt þú vitir að flugi hafi verið aflýst og það stendur á heimasíðu flugvallar og heimasíðu flugfélags. Þú verður að standa við þinn hluta samnings ykkar við flugfélagið og mæta á réttum tíma í flugið þá um leið setur þú alla ábyrgð á samningi ykkar á flugfélagið. Ef þú mætir ekki fyrirgefur þú rétti þínum til skaðabóta  á hendur flugfélags.

ATH. Dæmi eru um að flugfélag sendir skilaboð um að flugi ykkar sé aflýst og þú þarft ekki að mæta á flugvöll, mætið samt því annars eruð þið réttindalaus í kröfu ykkar á flugfélag.

Scroll to Top