Hvaða farangur er innifalinn

still, items, things-2608807.jpg

Bókunarsíður eru margar og mismunandi sumar gefa ekki upp réttan farangur sem er innifalin í verði og aðrar eru beinlínis mjög villandi.

Einnig eru sumar bókunarsíður sem taka viljandi út farangur til að geta selt þér hann aftur sama gildir um heimasíður flugfélaga sem eru oft frekar erfiðar.

Hjá öllum flugfélögum er innifalinn handfarangur en það getur verið mismunandi eftir flugfélögum hvað handfarangurstaskan má vera þung, en það er yfirleitt frá 5 uppi 12 kg.

Mörg flugfélög hafa einnig innifalið í verði litla tösku/poka/veski sem maður getur sett undir sætið fyrir framan sig.

Ef það kemur upp á bókunarsíðunni að það er innifalið í bókun 1PC=23 kg. en 2PC=2x23kg. , 20, 25 30, 35 eða 40 kg. þá á það við innritaðan farangur. Ef það eru fleiri en einn farþegi í bókun þá er þetta sá farangur sem hver farþegi má hafa. Þar sem við seljum aðeins flug þar sem farangur og farþegar eru innritaðir alla leið þá eru alltaf þessar 3 farangurslausnir innifaldar í verði.

Sjá nánar póst Reglur um flugmiða.

Scroll to Top