Póstforrit flokka tölvupóst

mailbox, postbox, letters-55464.jpg

Gmail, Hotmail, Yahoo eða önnur póstforrit flokka tölvupósta. Þannig að flokkun getur hindrað þig í að fá mikilvæga tölvupósta ef þú skoðar eingöngu innihólf þitt ef þú átt von á tölvupósti.

Þegar við hjá Ticket2Travel sendum tölvupóst með flugmiðum og tenglum sem þurfa að fylgja með,  upplifum við oft að fólk hefur samband og segist ekki hafa fengið tölvupóst frá okkur.

Við erum ítrekað að benda fólki á að skoða líka pósthólfin sem heita ruslpóstur, spambox, spam, junk, bin eða trash  vegna þess að tölvupóstur frá okkur inniheldur viðhengi og hlekki þannig að þessi póstforrit flokka póstinn okkar í önnur hólf en innihólf eða inbox.

Settu síðan netfang okkar sem öruggt netfang þannig að póstforritið stoppi ekki og flokki mikilvæga tölvupósta frá okkur t.d. sem geta varðað mikilvægar breytingar á ferð/flugi þínu og þú gætir misst af. Þannig öryggisstillingar eru mismunandi eftir því hvaða póstforrit þú notar og best að leita á heimasíðum þeirra varðandi þær leiðbeiningar um að breyta þessum stillingum.

Bestu kveðjur

Ticket2Travel

Scroll to Top