Við erum ekki að bjóða fólki að kaupa mjög dýrar aukaþjónustur sem þegar eru innifaldar í verðum eða eru hreinlega ekki nauðsynlegar.
Hér fyrir neðan er bara smá listi tekinn saman af bókunarsíðum sem eru vinsælar.
- Borga fyrir að fá ferðaskjöl í tölvupósti, emiða og ferðaáætlun.
- Kaupa sæti sem er innifalið í flugverði og er alltaf ókeypis við innritun á flugvelli.
- Kaupa sæti til að sitja saman sem í raun alltaf eru innifalin hjá IATA flugfélögum.
- Kaupa það að fá tilkynningu í tölvupósti ef það verða breytingar á flugi sem alltaf er innifalin hjá IATA flugfélögum.
- Kaupa það að fá tilkynningu með SMS ef flugið breytist sem er innifalið.
- Kaupa tösku með persónulegum hlutum til að hafa með sem Alltaf er innifalinn hjá öllum IATA flugfélögum.
- Kaupa forgangs meðferð til að geta hringt í söluaðilann.
- Kaupa forfallatryggingu sem er innifalinn í kortatryggingu og eða heimilistryggingu þinni.
- Kaupa tryggingu ef flugfélag fer á hausinn.
- Kaupa afbókunar tryggingu sem er sama og forfallatrygging.
- Kaupa aðgang að Checkmytrip eða MyTripandMore sem annar eru ókeypis.
- Kaupa mismunandi þjónustupakka sem í raun eru bara aukahlutir sem engin þörf er á.
- Kaupa aðgang að Air hjálp ef flugi seinkar.