Ticket2Travel

Nýja Ticket2Travel leggur áherslu á persónulega og góða þjónustu eins og við höfum alltaf gert í gengum árin, við finnum fyrir þig flugmiðann í næstu ferð.

Við erum sérfræðingar í tengiflugi því við seljum bara einn flugmiða alla leið sama hvað það eru margar millilendingar.

Í gegnum netspjall, netsíma,  Facebook Messenger eða bara hringja í okkur sími 846 2510 getur þú alltaf fengið góð ráð og aðstoð hjá ferðaráðgjafa okkar sem getur svarað öllum spurningum.

Bakgrunnur

Árið 2005 nánar á afmælisdegi móður minnar þann 10. nóvember, stofnuðum við Ferð.is sem Icelandair keypti árið 2008 og breytti í Feria sem rekur Vita ferðir m.m sem nú er orðið að Icelandair Vita.

Árið 2011 stofnuðum við Ferðaskrifstofuna sem sérhæfir sig í sölu á flugmiðum gegnum vörumerkið Ticket2Travel

Ticket2Travel selur flugmiða í umboðssölu með samningum beint við flugfélög og í gegnum flugbókunarkerfin Amadeus, Galileo, Sabre, AER, NDC og í beintengingu við útvalin flugfélög. í samvinnu við Billetkontoret A/S Høffdingsvej 16, 2500 Valby,

Ferðaskrifstofan ehf. Sólarvegi 14, 545 Skagaströnd.

Bestu kveðjur 
Jón Haukur Daníelsson

Öryggi alla leið

Ticket2Travel.is eða T2T.is selur eingöngu flugmiða þar sem töskur eru inn ritaðar alla leið, sama hvað það eru margar millilendingar.

það þarf ekki að fara að sækja töskur í millilendingum heldur bara ganga frá einni flugvél í þá næstu.

Ef það verða seinkanir á flugi þannig að farþegar okkar missa af tengiflugi, sér viðkomandi flugfélag um gesti okkar þeim að kostnaðarlausu. Bóka þá í næsta mögulega flug, en ef það er ekki fyrr en daginn eftir sér flugfélagið gestum okkar fyrir gistingu, fæði og keyrslu frá flugvelli á hótel og flug daginn eftir.

Billetkontoret er  í alþjóða samtökum sem tryggja örugga neytendavernd.

Af hverju velja okkur

Við finnum hagstæð flug fyrir þig því við höfum aðgang að 4 stærstu og bestu flugbókunarkerfum í heiminum í dag.

Scroll to Top